Fréttir

2. undarnkvöld rokkaði!

 

 

Nú er öðru undankvöldi Músíktilrauna 2019 lokið! Það var fullur salur og keppendur frábærir og fjölbreytilegir. Þeir sem halda áfram til úrslita eftir kvöldið eru hljómsveitin Blóðmör, kosin áfram af salnum og hljómsveitin gugusar kosin áfram af dómnefnd.

 

Það er alveg ótrúlegt hvað það leynist mikið af hæfileikaríku fólki á þessu litla landi. Allir þeir sem komast áfram í úrslitin fá að sækja frábært fræðslu og mentóraprógram sem kennt er af reynsluboltum úr tónlistarbransanum. Lög allra listamanna sem kepptu í kvöld eru að sjálfsögðu inn á Soundcloud og svo live streamuðu snillingar úr Borgarholtsskóla keppninni í HD gæðum á Facebook síðu músíktilrauna undir leiðsögn Curver Thoroddsen meistara og kennara. Fyrir þá sem að gátu ekki mætt er þetta skyldu skemmti áhorf!

 

https://soundcloud.com/musiktilraunir

 

https://www.facebook.com/musiktilraunir/videos/329153604454626/