Fréttir

Skráningu lokið og 35 atriði hafa verið valin til að keppa!

Dömur mínar, herrar og allt þar á milli!

Snjallir listamenn hafa sent in verk sín og er nú ljóst að það verða 35 atriði sem munu keppa til sigurs á Músíktilraunum 2019. Tónlistin er að öllu tagi og ættu því allir að finna sér eitthvað sér við hæfi.

Fyrir alvöru nörd er hægt að skoða þátttakendur á heimasíðunni undir hljómsveitir og hægt að hlusta á hljóðdæmi !