Articles

Músíktilraunir 2020

Dagsetningar eru komnar fyrir Músíktilraunir 2020. Þær verða haldnar í Norðurljósasal Hörpu dagana 21-28. mars. Undankvöldin verða 21,22,23 og 24 mars en úrslitakvöldið verður haldið laugardaginn 28. mars. Skráning verður frá 21. febrúar -2. mars.

Sigurvegarar Músíktilrauna 2019!

Eftir afar fjölbreytt úrslitakvöld Músíktilraunanna 2019  var niðurstaða dómnefndar og símakosningar tilkynnt. Spenna lá í loftinu og eftirvæntingin var mikil jafnt hjá áhorfendum sem þátttakendum. Glæsileg verðlaun voru veitt, hljóðverstímar, spilamennska á hinum ýmsu tónlistarhátíðum hérlendis sem erlendis og úttektir í  hljóðfæra- og tónlistarverslunum svo dæmi séu nefnd.

 

 

  1. sæti Blóðmör
  2. sæti Konfekt
  3. sæti Ásta

     

Hljómsveit fólksins Karma Brigade

 

Einstaklingsverðlaun

 

Söngvari Músíktilrauna

Anna Ingibjörg Þorgeirsdóttir - Konfekt

 

Gítarleikari Músíktilaruna

Haukur Þór Valdimarsson – Blóðmör

 

Bassaleikari Músíktilrauna

Tumi Hrannar Pálmason - Flammeus

 

Hljómborðsleikari Músíktilrauna

Guðjón Jónsson -  Flammeus

 

Trommuleikari Músíktilrauna

Eva Kolbrún Kolbeins – Konfekt

 

Rafheili Músíktlrauna

Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir - gugusar

 

Viðurkenning fyirir textagerð á íslensku

Ásta Kristín Pjetursdóttir - Ásta

 

Blúsaðasta bandið

Stefan Thormar

Loka undanúrslita kvöld afar skemmtilegt

Fjórða og síðasta undankvöld Músíktilrauna 2019 er nú lokið og liggja fyrir öll þau atriði sem fá að halda áfram til úrslita þetta skiptið. Öll undankvöldin í ár hafa verið vel aðsótt og hvert einasta atriði staðið fyrir sínu. Það er þó þannig að aðeins fjórðungur keppenda fær að hald áfram til úrslita og í kvöld völdu áhorfendur í sal hljómsveitina Karma Brigade en dómarar völdu áfram Ástu ásamt Dread Lightly í aukaval. Dómarar völdu einnig i aukaval frá fyrri kvöldum hljómsveitirnar Parasol og Merkúr. Úrslitakvöldið verður magnað, frábært og dásamlegt ef eitthvað er að marka þau atriði sem eru á boðstolnum en miða má finna á tix.is. Til að horfa á allt fjórða undanúrslitakvöldið í hágæðum er hægt að horfa á streymisupptöku í boði nemenda Borgarholtsskóla.

 

 

3. undankvöld uppfullt af frábærum atriðum!

Þriðja undankvöldi Músíktilrauna 2019 er nú lokið og þeir sem halda áfram til úrslita 6. apríl eru stúlknabandið Konfekt kosin áfram af dómnefnd og strákabandið Eilíf sjálfsfróun, valin af áhorfendum. Hljómsveitirnar komu báðar á óvart með list sinni og færni og hrifu salinn með ólíkum stílbrögðum. Allir keppendur kvöldsins stóðu sig með príði

2. undarnkvöld rokkaði!

 

 

Nú er öðru undankvöldi Músíktilrauna 2019 lokið! Það var fullur salur og keppendur frábærir og fjölbreytilegir. Þeir sem halda áfram til úrslita eftir kvöldið eru hljómsveitin Blóðmör, kosin áfram af salnum og hljómsveitin gugusar kosin áfram af dómnefnd.

 

Það er alveg ótrúlegt hvað það leynist mikið af hæfileikaríku fólki á þessu litla landi. Allir þeir sem komast áfram í úrslitin fá að sækja frábært fræðslu og mentóraprógram sem kennt er af reynsluboltum úr tónlistarbransanum. Lög allra listamanna sem kepptu í kvöld eru að sjálfsögðu inn á Soundcloud og svo live streamuðu snillingar úr Borgarholtsskóla keppninni í HD gæðum á Facebook síðu músíktilrauna undir leiðsögn Curver Thoroddsen meistara og kennara. Fyrir þá sem að gátu ekki mætt er þetta skyldu skemmti áhorf!

 

https://soundcloud.com/musiktilraunir

 

https://www.facebook.com/musiktilraunir/videos/329153604454626/

Frábært fyrsta kvöld!

Fyrsta undankvöldi Músíktilrauna 2019 var að ljúka og ekki hefði geta verið betra upphaf á þessu þrítugasta og sjöunda skipti hátíðarinnar. Salurinn var fullur áhorfanda og hæfileikaríkt tónlistarfólk hreif alla upp úr skónum! Allir þeir listamenn sem tóku þátt í kvöld stóðu sig sannarlega með prýði en þeir sem munu halda áfram á úrslitakvöld eru Flammeus, kosin áfram af dómnefnd og Caravan Kids, valin af áhorfendum.

 

 

Hægt er að horfa á allt kvöldið því yndislegir og fagmannlegir nemendur úr Borgarholtsskóla live streamuðu viðburðinn á fésbókina með fjórum upptökuvélum í góðum hljóðgæðum.

 

 

https://www.facebook.com/musiktilraunir/videos/400491340784371/?fref=men...

Skráningu lokið og 35 atriði hafa verið valin til að keppa!

Dömur mínar, herrar og allt þar á milli!

Snjallir listamenn hafa sent in verk sín og er nú ljóst að það verða 35 atriði sem munu keppa til sigurs á Músíktilraunum 2019. Tónlistin er að öllu tagi og ættu því allir að finna sér eitthvað sér við hæfi.

Fyrir alvöru nörd er hægt að skoða þátttakendur á heimasíðunni undir hljómsveitir og hægt að hlusta á hljóðdæmi !

Skráning hefst í nótt!

Skráningin í ár er frá 1-11. mars, það er alveg að koma að þessu!

Það er allt á fullu í undirbúningi á keppninni en það er margt æsispennandi að gerast. Keppnin í ár verður betri en nokkurntíma áður því að hún veitir öllum þeim sem komast áfram í úrslit tækifæri til að sækja frábært námskeið að nafninu Hitakassinn og má lesa nánar um það hér á síðunni. Æðislegir dómarar eru búnir að melda sig, margir af bestu fagmönnum landsins búnir að segjast ætla veita verðlaun og frábærir bakhjarlar og styrktaraðilar búnir að sýna að þeir eru virkilega tilbúnir til að vökva grasrótina. Sem sagt þá er, allt á beinu brautinni en nú eftir árs meðgöngu vill þjóðin fá að sjá ný afkvæmi hins íslenska tónlistarlífs og bílskúrsbanda. Allir á aldrinum 13-25 ára sem hafa áhuga muna að skrá sig!

ÚRSLIT MÚSÍKTILRAUNA 2018Eftir afar fjölbreytt úrslitakvöld Músíktilraunanna 2018 var niðurstaða dómnefndar og símakosningar tilkynnt. Spenna lá í loftinu og eftirvæntingin var mikil jafnt hjá áhorfendum sem þátttakendum. Glæsileg verðlaun voru veitt, hljóðverstímar, spilamennska á hinum ýmsu tónlistarhátíðum hérlendis sem erlendis og úttektir í hljóðfæra- og tónlistarverslunum svo dæmi séu nefnd.

Eftirfarandi aðilar hlutu verðlaun á Músíktilraununum í ár og verður spennandi að fylgjast með þessu hæfileikaríka tónlistarfólki í nánustu framtíð.

1. Sæti – Ateria
2. Sæti – Mókrókar
3. Sæti – Ljósfari

Hljómsveit fólksins (valin með símakosningu):
Karma Brigade

Viðurkenning fyrir textagerð á íslensku:
Agnar Dofri Stefánsson (Agnarsmár)

Trommuleikari Músíktilrauna:
Þórir Hólm Jónsson (Mókrókar)

Gítarleikari Músíktilrauna:
Þorkell Ragnar (Mókrókar)

Bassaleikari Músíktilrauna:
Snorri Örn Arnaldsson (Ljósfari og Jóhanna Elísa)

Hljómborðsleikari Músíktilrauna:
Jóhanna Elísa Skúladóttir (Jóhanna Elísa)

Söngvari Músíktilrauna:
Eydís Ýr Jóhannsdóttir (SIF)

Rafheili Músíktilrauna:
Darri Tryggvason (Darri Tryggvason)

Blúsaðasta bandið:
Mókrókar


Sjáumst á eftir kl. 17:00 í Hörpu ❤️

200 Mafía, Academic, Ateria, Grey Hil Mars, Hugarró, Karma Brigade, Ljósfari, Madre Mia, Mókrókar og Umbra spila á Úrslitakvöldi Músíktilrauna í Hörpu klukkan 17:00.

10 sveitir á Úrslitakvöldi Músíktilrauna

200 Mafía, Academic, Ateria, Grey Hil Mars, Hugarró, Karma Brigade, Ljósfari, Madre Mia, Mókrókar og Umbra
spila á Úrslitakvöldi Músíktilrauna laugardaginn 24. mars klukkan 17:00

RÚV endursýnir þátt um Músíktilraunir á föstudag kl. 16:20

RÚV ætlar að hita upp fyrir úrslitakvöld Músíktilrauna sem verður haldið núna á laugardaginn með því að endursýna upptöku/þátt um Músíktílraunirnar í fyrra. Nú er bara að poppa (poppkorn) og setjast fyrir framan sjónvarpið á föstudaginn kl. 16:20.

http://www.ruv.is/thaettir/musiktilraunir-2017

Pages

Subscribe to Articles