Articles

Til hamingju með daginn konur!

Miss Anthea (2016)

Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna tókum við saman tölur yfir kynjahlutfallið í Músíktilraunirna síðustu ár. Við erum himinlifandi yfir að þátttaka stelpna í tilraununum hefur aukist úr 10% á árinu 2010 og upp í 24% á síðasta ári. En betur má ef duga skal og við hvetjum allar stelpur til að taka þátt en skráning stendur til 13.mars.

 

Margar eftirminnilegar sveitir skipaðar stelpum hafa tekið þátt í Músíktilraunum í gegnum tíðina:

Sokkabandið (fyrstu Músíktilraunirnar 1982)

Dúkkulísur (sigurvegarar 1983)

Bróðir Darwins ( 3. sæti 1989 - Anna Halldorsdottir söngkona)

The Evil Pizza Delivery Boys (1991)

Kolrassa Krókríðandi (sigurvegarar 1992)

Gröm (1994 Hafdís Bjarnadóttir gítarleikari)

Mósaík (1994 Ólöf Arnalds, Guðrún Dalía, Hanna Ólafsdottir)

Á túr (2. sæti 1996 Elísabet Ólafsdóttir, Kristbjörg Kona, Fríða Rós Valdimarsdóttir)

Anonymus (3.sæti 2001 Tanya Pollock)

MAMMÚT (sigurvegarar 2004)

We Painted The Walls (Júlía Hermannsdóttir. athyglisverðasta sveitin 2005)

Ekkium (athyglisverðasta sveitin 2006)

Spelgur (2009 Katrín Helga Andrésdóttir)

Of Monsters and Men (sigurvegarar 2010)

Samaris (sigurvegarar 2011)

Vök (sigurvegarar 2013)

White Signal (hljómsveit fólksins 2012)

Milkhouse (hljómsveit fólksins 2014)

SíGull (hljómsveit fólksins 2015)

Hórmónar (sigurvegarar 2016)

og fleirri og fleirri....

 

Hljómsveit á mynd: Miss Anthea (Músíktilraunir 2016)

Úrdráttur í fyrsta Facebook-leiknum okkar

Vinningshafinn í fyrsta Facebook-leiknum okkar er Guðjón Jósef Baldursson!

Uppáhalds vinningssveitin hans úr Músíktilraunum er Rythmatik sem vann árið 2015. laughheart

 

Skráningar í Músíktilraunir standa til 13. mars hér á www.musiktilraunir.is

 

Fyrsti Facebook-leikurinn

Í tilefni þess að Músíktilraunir nálgast eins og óð fluga setjum við fyrsta FACEBOOK-LEIKINN okkar í gang laugh Það eina sem þú þarft að gera er að fara á Facebook-síðuna okkar og segja okkur hver þín uppáhalds vinningssveit er. heart

 

Hér á heimasíðunni okkar finnurðu lista yfir allar þær fjölbreyttu hljómsveitir sem hafa sigrað Músíktilraunir í gegnum árin. 

 

Í verðlaun eru aðgöngumiðar fyrir tvo á kvöld að eigin vali á Músíktilraunir. Nafn eins heppins sigurvegara verður dregið upp úr hatti á mánudaginn kemur. yes

Íslensku tónlistarverðlaunin

 

Í kvöld verða Íslensku tónlistarverðlaunin veitt í tuttugastaogfjórða sinn. En margir af öllum þeim flottu tónlistarmönnum sem eru tilnefndir til verðlaunana í ár tóku sín fyrstu spor í Músíktilraunum. Meðal annars:

 

RuGl​ (2016)

Kaleo​ (2013)

CeaseTone​ (2013) og Hafsteinn Þráinsson var valinn Gítarleikari Músíktilrauna.

Arnar Freyr​ í Úlfur Úlfur​ (Bróðir Svartúlfs, sigurvegarar 2009)

Ásgeir Trausti (The Lovely Lion, 2012)

Samaris​ (sigurvegarar 2011) og Þórður Kári Steinþórsson valinn Rafheili Músíktilrauna. 

XXXRottweiler Hundar​ (sigurvegarar 2000)

Elíza Geirsdóttir Newman (Kolrassa Krókríðandi, sigurvegarar 1992)

 

heart Skráning í Músíktilraunir 2017 er hafin!!! heart

Myndir frá Upphitunartónleikunum

Föstudaginn 24. febrúar héldum við "kick off-tónleika" fyrir Músíktilraunir 2017 en þann dag hófst skráning á tilraunirnar.

Sigursveitir síðustu þriggja ára, Vio, Rythmatik og Hórmónar, tróðu upp en troðfullt var á tónleikunum.

Sjáið myndir hér!

Upphitunartónleikar 24.02.

VIO - RYTHMATIK - HÓRMÓNAR

heart Takk fyrir frábæra tónleika á föstudaginn!!! heart

Skráning hefst og ,,Kick-Off“ tónleikar í Hinu Húsinu!

Á morgun, þann 24. febrúar munu sigurvegarar Músíktilrauna síðustu þriggja ára stíga á stokk í Hinu Húsinu. Þetta eru hljómsveitirnar Hórmónar sem sigruðu í fyrra, Rythmatik sem sigraði árið 2015 og hljómsveitin Vio - band sem sigraði árið 2014.

Tilefnið er að morgundagurinn, föstudagurinn 24. febrúar, er einmitt fyrsti dagur skráningar til þátttöku í Músíktilraunir 2017. Þær hefjast síðan rétt um mánuði seinna þann 25. mars.

DAGSKRÁ UPPHITUNARTÓNLEIKANNA:
19:30 - 20:00 Vio
20:10 - 20:40 Rythmatik
20:50 - 21:20 Hórmónar

Við hvetjum alla til að mæta og það er ,,algjörlega" FRÍTT inn!

Músíktilraunir 2017

Músíktilraunir eru vaknaðar úr dvala og öll hjól byrjuð að snúast! heart

Senn líður að skráningu í tilraunirnar og því ekki seinna vænna að stofna hljómsveit wink

Sigurvegarar Músíktilrauna 2016

...og úrslitin eru ljós!!

1. Sæti -- Hórmónar
2. Sæti – Helgi Jónsson
3. Sæti – Magnús Jóhann

Hljómsveit fólksins - Wayward

Trommuleikari - Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir - Körrent & Prime Cake

Gítarleikari - Helgi Jónsson - Helgi Jónsson

Bassaleikari - Snorri Örn Arnarson - Prime Cake

Hljómborðsleikari - Magnús Jóhann Ragnarsson - Magnús Jóhann & Prime Cake & Steinunn

Söngvari - Brynhildur Karlsdóttir - Hórmónar

Rafheili - Ingvar Sigurðsson og Róbert Orri Leifsson - m e g e n & Tindr x Bobz n Gvarz

Verðlaun fyrir textagerð á íslensku - Tindur Sigurðarson - Tindr x Bobz n Gvarz

Óskum þeim innilega til hamingju og takk fyrir frábært kvöld allir!!!

Símakosning í gangi núna - Hljómsveit fólksins

Símakosning er hafin:
Amber - 9009801
Spünk - 9009802
Körrent - 9009803
Náttsól - 9009804
Hórmónar - 9009805
Magnús Jóhann - 9009806
Vertigo - 9009807
Miss Anthea - 9009808
Wayward - 9009809
RuGl - 9009810
Helgi Jónsson - 9009811

99 kr/ símtal eða SMS

Styttist óðum í úrslit Músíktilrauna 2016

Úrslitakvöld Músíktilrauna nálgast óðfluga. Á morgun, laugardaginn 9. apríl klukkan 17 í Norðurljósum Hörpu stígur fyrsta hljómsveitin á svið. Ellefu hljómsveitir spila í glæsilegri umgjörð þar sem valinn maður er í hverju rúmi. Útvarpað er í beinni á Rás 2 og sjónvarpað í beinni á RÚV 2. Miðaverð er 2000 krónur og hægt er að nálgast miða á harpa.is eða við inngang. Hér má hlusta á demó þeirra hljómsveita sem koma fram, og frekari upplýsingar er að finna í hljómsveitaflipanum hér að ofan.

Náttsól og Hórmónar áfram - dómnefnd bætti þremur hljómsveitum við!

Eftir enn eitt viðburðaríkt undankvöld kaus salur áfram eina hljómsveit og dómnefnd aðra. Dómnefnd valdi Náttsól áfram en salur Hórmóna! Ekki nóg með það, þá bættust þrjár hljómsveitir við úrslitakvöldið, nú þegar öll kurl voru til grafar komin. Hljómsveitirnar þrjár sem dómnefnd bætti við eru:
Körrent, Miss Anthea og Spünk!

Nú er listinn yfir þær ellefu hljómsveitir sem spila á úrslitakvöldinu næsta laugardagskvöld kominn á hreint!
Spünk
Miss Anthea
Körrent
Hórmónar
Náttsól
Amber
Wayward
Magnús Jóhann
Vertigo
Helgi Jónsson
RuGl

Óskum við þeim til hamingju og svo sjáumst við á laugardaginn!
Á meðfylgjandi mynd má sjá trommarann í Spünk tryllast á trommusettinu.
Ljósmynd tók Brynjar Gunnarsson.

Síðasta undankvöld Músíktilrauna 2016 - Úrslitaböndin tilkynnt!

Í kvöld klukkan 19:30 í Norðurljósum Hörpu hefst síðasta undankvöld Músíktilrauna 2016. Í lok kvöldsins verða tilkynntar tvær hljómsveitir til að spila á úrslitakvöldinu, auk þeirra hljómsveita sem dómnefnd velur til viðbótar. Hljómsveitirnar sem spila í kvöld eru:
Arcade Monster
Crimson
Deffice
Hanna Sólbjört
Hórmónar
JR
KYN
Kyrrð
Náttsól
Simultaneous Sounds
Vídalín
Yolo Swaggins And The Fellatio Of The Bling

1500 krónur inn og salurinn opnar 19:00!

Myndin er af hljómsveitinni JR sem kemur fram í kvöld, fer hún með sigur af hólmi?

AMber og Magnús Jóhann áfram í úrslit

Eftir fjölbreytt og ólíkindalegt undankvöld valdi dómnefnd áfram Magnús Jóhann og salur Amber! Á morgun er síðasta undankvöld Músíktilrauna og á miðvikudag liggur fyrir hvaða hljómsveitir keppa á úrslitakvöldinu!

Þriðja undankvöld Músíktilrauna nálgast óðfluga!

Við viljum minna á þriðja undankvöldið í kvöld í Hörpu, þar koma fram sveitirnar: Amber, BadNews, Canis, Davíð Rist, Kuldi, Kæsingur, Magnús Jóhann, Miss Anthea, Mountain Dew-fíklarnir, Oddur Örn, Stígur og Tindr x Bobz n Gvarz. Byrjar á slaginu 19:30, 1500 kall inn og gleðin allsráðandi!! Meðfylgjandi er ljósmynd af Wayward. Ljósmyndari var Brynjar Gunnarsson.

Myndir frá öðru undankvöldi

Músíktilraunir 2016

Myndir eru nú komnar af öðru undankvöldi Músíktilrauna, sem haldið var í gærkvöldi í Norðurljósum Hörpu. Það var ljósmyndarinn Brynjar Gunnarsson sem tók þessar glæsilegu ljósmyndir. Þær má finna bæði í flipanum "Myndir" hér að ofan og á facebook síðu Músíktilrauna.

RuGl og Wayward áfram í úrslit!

Alveg stórkostlegu undankvöldi lokið í Norðurljósum í kvöld! Ljóst er af því sem liðið er á keppnina hve hár standard er á tónlistarfólki á skerinu! Úr varð þó að:
Fólkið valdi Wayward áfram og dómnefnd valdi RuGl til að spila á úrslitakvöldi Músíktilrauna næstkomandi laugardag, 9.apríl!

Myndir frá fyrsta undankvöldi

Myndir eru nú komnar af fyrsta undankvöldi Músíktilrauna, sem haldið var í gærkvöldi í Norðurljósum Hörpu. Það var ljósmyndarinn Brynjar Gunnarsson sem tók þessar glæsilegu ljósmyndir. Þær má finna bæði í flipanum "Myndir" hér að ofan og á facebook síðu Músíktilrauna.

Helgi Jónsson og Vertigo komust áfram!!

Undankvöldið var þrumuþétt og hörkuspennandi! Fiðringurinn í hámarki þegar Óli Palli tilkynnti úrslit kvöldsins. Helgi Jónsson (sjá mynd) var valinn af dómnefnd og Vertigo kosin áfram af salnum! Þrjú undankvöld eftir og hvað sem er getur gerst! Fylgist með...

Músíktilraunir hefjast í kvöld!

Fyrsta undankvöld Músíktilrauna 2016 hefst í Norðurljósum Hörpu í kvöld. Tólf atriði eru á dagskránni: Aaru, Broskall, MurMur, Logn, John Doe, Spünk, Helgi Jónsson, Sæbrá, Gluggaveður, Liam Finze, Vertigo og Svavar Elliði! Það lítur sannarlega út fyrir svaðalega skemmtilegt og æsispennandi kvöld framundan! Fyrsta band byrjar á slaginu 19:30 svo gott er að mæta tímanlega. Aðgangseyrir er 1500 krónur og hægt er að kaupa miða á harpa.is og í miðasölu Hörpu. Á meðfylgjandi mynd má sjá hljómsveitina SíGull koma fram á úrslitakvöldi Músíktilrauna 2015.

Pages

Subscribe to Articles