Verðlaunin á Músíktilraunum 2019 eru ekki af verri endanum. Hljóðfæraverslanir, upptökuver og fyrirtæki tengd tónlistariðnaðinum sýna mikinn velvilja og gefa vegleg verðlaun og þökkum við þeim innilega fyrir veittan stuðning. Án þeirra væru Músíktilraunir ekki sá hornsteinn í íslensku tónlistarlífi sem þær eru í dag.
Veitt eru verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti, hljóðfæraleikara og söngvara tilraunanna, viðurkenning fyrir íslenska frumsamda textagerð og hljómsveit fólksins verður valin af áhorfendum í símakosningu. Einnig eru veitt verðlaun fyrir Rafheila Músíktilrauna, sem eru fyrir færasta raftónlistamanninn.
-
"Hitakassinn" er nýjung í ár sem býðst öllum þeim sem komast áfram á úrslitakvöldið. Hitakassinn er frábært námskeið haldið í samvinnu við Útón og Tónlistarborgina Reykjavík þar sem farið verður í allt sem viðkemur tónlistariðnaðnum ásamt því að reynsluboltar í bransanum miðla af reynslu sinni.
Verðlaun 2019 eru sem hér segir:
1. sæti
- 20 hljóðverstímar í Sundlauginni, ásamt hljóðmanni.
- Gjafabréf frá Icelandair til að taka flugið og spila í júlí á vegum Stage Europe Network á tónlistahátíðinni Westerpop í Delft, Hollandi https://www.westerpop.nl/ á
- Spila á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður.
- Spila á Secret Solstice hátíðinni.
- Spila á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves.
- 20 þúsund króna úttekt frá 12 Tónum.
- Styrkur úr Minningarsjóði Péturs Wigelund Kristjánssonar. (Sjá nánar um Pétur hér:https://www.facebook.com/P%C3%A9tur-W-Kristj%C3%A1nsson-86617304423/)
2. sæti
- 20 hljóðverstímar í Gott hljóð ásamt hljóðmanni.
- Spila á Secret Solstice hátíðinni.
- Spila á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves.
- 15 þúsund króna úttekt frá 12 Tónum.
3. sæti
- 20 hljóðverstímar í Hljóðverk ehf ásamt hljóðmanni.
- Spila á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves.
- 10 þúsund króna úttekt frá 12 Tónum.
Hljómsveit fólksins
- Upptökutæki frá Tónastöðinni.
- 20.000 kr.úttekt frá Smekkleysu, plötubúð.
- Spila í beinni á Rás 2 í Popplandi.
Söngvari Músíktilrauna
- SHURE Beta 58 hljóðnemi frá Hljóðfærahúsinu.
Gítarleikari Músíktilrauna
- 30.000 kr. úttekt frá Tónastöðinni.
Bassaleikari Músíktilrauna
-
30.000 kr. úttekt frá Tónastöðinni.
Trommuleikari Músíktilrauna
- 30.000 kr. úttekt í Hljóðfærahúsinu.
Hljómborðsleikari Músíktilrauna
- 30.000 kr. úttekt frá Tónastöðinni.
Rafheili Músíktilrauna
- 30.000 kr. úttekt frá Tónastöðinni.
- Mix og mastering á þremur lögum frá Möller Records.
Viðurkenning fyrir textagerð á íslensku
Blúsaðasta bandið
- Blúshátíð í Reykjavík býður tregafyllsta tónlistarteymi tilraunanna að spila á hátíðinni.
Ath. Verðlaun birt með fyrirvara um breytingar