Sigurvegarar Músíktilrauna 2019!

Eftir afar fjölbreytt úrslitakvöld Músíktilraunanna 2019  var niðurstaða dómnefndar og símakosningar tilkynnt. Spenna lá í loftinu og eftirvæntingin var mikil jafnt hjá áhorfendum sem þátttakendum. Glæsileg verðlaun voru veitt, hljóðverstímar, spilamennska á hinum ýmsu tónlistarhátíðum hérlendis sem erlendis og úttektir í  hljóðfæra- og tónlistarverslunum svo dæmi séu nefnd.

 

 

  1. sæti Blóðmör
  2. sæti Konfekt
  3. sæti Ásta

     

Hljómsveit fólksins Karma Brigade

 

Einstaklingsverðlaun

 

Söngvari Músíktilrauna

Anna Ingibjörg Þorgeirsdóttir - Konfekt

 

Gítarleikari Músíktilaruna

Haukur Þór Valdimarsson – Blóðmör

 

Bassaleikari Músíktilrauna

Tumi Hrannar Pálmason - Flammeus

 

Hljómborðsleikari Músíktilrauna

Guðjón Jónsson -  Flammeus

 

Trommuleikari Músíktilrauna

Eva Kolbrún Kolbeins – Konfekt

 

Rafheili Músíktlrauna

Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir - gugusar

 

Viðurkenning fyirir textagerð á íslensku

Ásta Kristín Pjetursdóttir - Ásta

 

Blúsaðasta bandið

Stefan Thormar

Loka undanúrslita kvöld afar skemmtilegt

Fjórða og síðasta undankvöld Músíktilrauna 2019 er nú lokið og liggja fyrir öll þau atriði sem fá að halda áfram til úrslita þetta skiptið. Öll undankvöldin í ár hafa verið vel aðsótt og hvert einasta atriði staðið fyrir sínu. Það er þó þannig að aðeins fjórðungur keppenda fær að hald áfram til úrslita og í kvöld völdu áhorfendur í sal hljómsveitina Karma Brigade en dómarar völdu áfram Ástu ásamt Dread Lightly í aukaval. Dómarar völdu einnig i aukaval frá fyrri kvöldum hljómsveitirnar Parasol og Merkúr. Úrslitakvöldið verður magnað, frábært og dásamlegt ef eitthvað er að marka þau atriði sem eru á boðstolnum en miða má finna á tix.is. Til að horfa á allt fjórða undanúrslitakvöldið í hágæðum er hægt að horfa á streymisupptöku í boði nemenda Borgarholtsskóla.

 

 

Pages

Subscribe to Músíktilraunir 2019 RSS