Frábært fyrsta kvöld!

Fyrsta undankvöldi Músíktilrauna 2019 var að ljúka og ekki hefði geta verið betra upphaf á þessu þrítugasta og sjöunda skipti hátíðarinnar. Salurinn var fullur áhorfanda og hæfileikaríkt tónlistarfólk hreif alla upp úr skónum! Allir þeir listamenn sem tóku þátt í kvöld stóðu sig sannarlega með prýði en þeir sem munu halda áfram á úrslitakvöld eru Flammeus, kosin áfram af dómnefnd og Caravan Kids, valin af áhorfendum.

 

 

Hægt er að horfa á allt kvöldið því yndislegir og fagmannlegir nemendur úr Borgarholtsskóla live streamuðu viðburðinn á fésbókina með fjórum upptökuvélum í góðum hljóðgæðum.

 

 

https://www.facebook.com/musiktilraunir/videos/400491340784371/?fref=men...

Skráningu lokið og 35 atriði hafa verið valin til að keppa!

Dömur mínar, herrar og allt þar á milli!

Snjallir listamenn hafa sent in verk sín og er nú ljóst að það verða 35 atriði sem munu keppa til sigurs á Músíktilraunum 2019. Tónlistin er að öllu tagi og ættu því allir að finna sér eitthvað sér við hæfi.

Fyrir alvöru nörd er hægt að skoða þátttakendur á heimasíðunni undir hljómsveitir og hægt að hlusta á hljóðdæmi !

Pages

Subscribe to Músíktilraunir 2019 RSS