Skráning hefst í nótt!

Skráningin í ár er frá 1-11. mars, það er alveg að koma að þessu!

Það er allt á fullu í undirbúningi á keppninni en það er margt æsispennandi að gerast. Keppnin í ár verður betri en nokkurntíma áður því að hún veitir öllum þeim sem komast áfram í úrslit tækifæri til að sækja frábært námskeið að nafninu Hitakassinn og má lesa nánar um það hér á síðunni. Æðislegir dómarar eru búnir að melda sig, margir af bestu fagmönnum landsins búnir að segjast ætla veita verðlaun og frábærir bakhjarlar og styrktaraðilar búnir að sýna að þeir eru virkilega tilbúnir til að vökva grasrótina. Sem sagt þá er, allt á beinu brautinni en nú eftir árs meðgöngu vill þjóðin fá að sjá ný afkvæmi hins íslenska tónlistarlífs og bílskúrsbanda. Allir á aldrinum 13-25 ára sem hafa áhuga muna að skrá sig!

ÚRSLIT MÚSÍKTILRAUNA 2018Eftir afar fjölbreytt úrslitakvöld Músíktilraunanna 2018 var niðurstaða dómnefndar og símakosningar tilkynnt. Spenna lá í loftinu og eftirvæntingin var mikil jafnt hjá áhorfendum sem þátttakendum. Glæsileg verðlaun voru veitt, hljóðverstímar, spilamennska á hinum ýmsu tónlistarhátíðum hérlendis sem erlendis og úttektir í hljóðfæra- og tónlistarverslunum svo dæmi séu nefnd.

Eftirfarandi aðilar hlutu verðlaun á Músíktilraununum í ár og verður spennandi að fylgjast með þessu hæfileikaríka tónlistarfólki í nánustu framtíð.

1. Sæti – Ateria
2. Sæti – Mókrókar
3. Sæti – Ljósfari

Hljómsveit fólksins (valin með símakosningu):
Karma Brigade

Viðurkenning fyrir textagerð á íslensku:
Agnar Dofri Stefánsson (Agnarsmár)

Trommuleikari Músíktilrauna:
Þórir Hólm Jónsson (Mókrókar)

Gítarleikari Músíktilrauna:
Þorkell Ragnar (Mókrókar)

Bassaleikari Músíktilrauna:
Snorri Örn Arnaldsson (Ljósfari og Jóhanna Elísa)

Hljómborðsleikari Músíktilrauna:
Jóhanna Elísa Skúladóttir (Jóhanna Elísa)

Söngvari Músíktilrauna:
Eydís Ýr Jóhannsdóttir (SIF)

Rafheili Músíktilrauna:
Darri Tryggvason (Darri Tryggvason)

Blúsaðasta bandið:
Mókrókar


Pages

Subscribe to Músíktilraunir 2019 RSS